bg1

 

Veiðihúsið hefur verið umboðsaðili fyrir Benelli á Íslandi í 25 ár og er það án nokkurs vafa að hægt er að segja að Benelli nýtur virðingar fyrir áreiðanleika , hönnun og endingu. Það er enginn annar framleiðandi sem býður upp á sama úrval af haglabyssum í dag og hönnunar og þróunardeild Benelli ar algjörlega óþreytandi í að koma fram með nýjungar í hönnun sem tryggja hámarks afköst, áreiðanleika og þægindi fyrir notandann. Snúningsboltin er líklegast áreiðanlegast skiptibúnaður sem völ er á í dag og hafa tilraunir annarra framleiðanda til að kópera þennann búnað verið því til staðfestingar. Benelli býður 5 ára ábyrgð á öllum sínum skotvopnum og er metnaður okkar sem þeirra mikill í að veita afburða þjónustu, það hefur sannarlega tekist vel.

Super Vinci

Stóra systir Vinci er mætt! 3.5" útgáfa af hinni feykivinsælu Vinci sem hefur stimplað sig inn sem ein vinsælasta haglabyssa á Íslandi síðustu ár. Þessi byssa gerir allt sem Vinci gerir og meira til, al þyngstu veiðihleðslur renna í gegn um þessa eins og ekkert sé og Comfortech Plus bakslagspúðin og afturskeptið tryggja hámarks þægindi. Þetta er byssan sem afgreiðir allt sem hægt er að bjóða haglabyssu upp á í dag.