Affinity Wood

Ný byssa frá Franchi sem hefur slegið í gegn um allan heim. Framleidd á Ítalíu og ber gæðastimpil vottaðan af Benelli. Bakslagsskipting með snúningsbolta sem án nokkurs vafa er áreiðanlegast skiptibúnaður sem völ er á og hefur sannað sig við erfiðustu aðstæður. 7 ára ábyrgð er staðfesting á þeim kröfum sem framleiðandinn gerir til byssunnar. 3,200 Gr á þyngd og kemur með TSA bakslagspúða 3 þrengingum og ólarfestingum. 30" hlaup og breiður hlauplisti gera þessa byssu frábæra á skotvöllinn nú eða í veiði.
Franchi hefur farið alla leið með nýjustu byssuna, grunnurinn er byggður á Affinity sem hefur farið sigurför um heiminn á síðustu árum. En í þessari útfærslu er byssan komin með 3,5" / 89mm skotstæði til að hægt sé að skjóta al þyngstu veiðihleðslum á markaðnum í dag. Vafalaust byssa sem á eftir að njóta mikils fylgis hjá kröfuhörðum skyttum sem vilja mikið fyrir peningana. Intensity er góður kostur!